Skipulags- og lóðamál
Skipulags og lóðamál
Vinna við þróunaráætlun Gömlu hafnarinnar hófst á árinu og voru drög að henni lögð fyrir stjórn og skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar. Áframhaldandi vinna er í gangi og fyrirhugað er að ráðgjafateymi ljúki vinnunni á árinu 2023.
Áfram var unnið að hugmyndavinnu varðandi skipulag í Sundahöfn en ljóst er að ákvörðun um legu og gerð Sundabrautar mun hafa áhrif á starfsemi í Sundahöfn og þarf skipulag að taka mið af því. Gerð var breyting á deiliskipulagi á Skarfabakka vegna fyrirhugaðrar byggingar á nýrri farþegamiðstöð. Auglýstar voru lóðir til leigu á Grundartanga og unnið var í framhaldinu að samningi um úthlutun lóðar á Katanesi.